Hvað er jákvæð sálfræði?
Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun þar sem notaðar eru sálfræðilegar kenningar og rannsóknir til að öðlast skilning á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar. Með það markmið íhuga að kanna hvað einkennir einstaklinga sem líður vel og eru að blómstra í lífi og starfi. Þar er einnig kannað hvað orsakar og hverjar afleiðingarnar eru af aukinni vellíðan og hamingju fyrir einstaklinga, hópa og samfélög í heild sinni.
Innan jákvæðrar sálfræði er verið að rannsaka hugtök eins og hamingju, vellíðan, tilfinningar,þrautseigju, sambönd, hugarfar, styrkleika, bjartsýni, von, tilgang, markmið og hvað fær fólk til að blómstra í lífinu
Til þess að einstaklingar blómstri þurfa þeir að upplifa jákvæða tilfinningar, taka þátt (virkja styrkleika sína og komast í flæði), vera í góðum félagslegum tengslum, finna merkingu í því sem þau eru að gera og vinna að markmiðum sínum sem gerir okkur líkegri til að ná þeim.
Í jákvæðri sálfræði eru settar fram og prófaðar aðferðir sem stuðla að aukinni vellíðan og hamingju. Það kallast jákvæð aðferðir. Markmiðið með notkun þeirra er að auka jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir. Prógrömm, íhlutanir eða meðferðir sem beinast að því að laga, bæta úr eða lækna frávik eða sálmein af einhverju tagi – flokkast ekki sem jákvæðar aðferðir.
Ávinningur af reglulegri notkun jákvæðra aðferða eru meðal annars aukin hamingja, aukin vellíðan, meiri bjartsýni, jákvæðara hugarfar og aukin færni í að takast á við streitu og álag. Jákvæðar tilfinningar og jákvæðar hugsanir víkka svo hugargetu okkar sem hefur svo margar ákjósanlegar afleiðingar.