Námskeið


Kæru mæður og verðandi mæður

Aurora markþjálfun & ráðgjöf ásamt Dafna markþjálfun & ráðgjöf ætla að bjóða upp á námskeið sem ber heitið Aukin vellíðan & núvitund.

Námskeiðið er ætlað mæðrum og verðandi mæðrum til að auka vellíðan og jafnvægi í móðurhlutverkinu.

Það verður farið yfir hvað jákvæð sálfræði er og hvers vegna aðferðir innan þeirrar nálgunar eru gagnlegar. Einnig verður skoðað hvernig nýta megi núvitund til að hjálpa okkur að hlúa að sjálfum okkur.

Mögulegur ávinningur:
*Aukin vellíðan
*Aukin samkennd í eigin garð
*Aukin núvitund
*Aukin hamingja
*Meiri bjartsýni
*Aukið jafnvægi
*Innri friður

Námskeiðið eru fjögur skipti og hefst þriðjudaginn 9.nóvember.
Næstu tímar þar á eftir eru:
16., 23. og 30. nóvember 

Hér fyrir neðan kemur stutt lýsing á hvað verður farið yfir í hverjum tíma og er birt með fyrirvara um breytingar. Í hverjum tíma er ákveðið þema en í öllum tímum fær núvitundin að fylgja með þar sem hver tími hefst og/eða lýkur með stuttum núvitundaræfingum.

Ætlunin er að skapa notalega stund þar sem þið gefið ykkur smá tíma til að hlúa að ykkur sjálfum. Þar sem við erum með þetta að degi til þá verða mögulega sumar ykkar með börnin heima og það er allt í góðu lagi.


Tími 1
Í byrjun tímans tökum við stutta núvitundaræfingu. Þar á eftir verður farið í hvað jákvæð sálfræði er og hvað jákvæð inngrip eru. 

Þar að auki skoðum við hvað það er sem veitir okkur gleði, hvað ykkur finnst gaman að gera og af hverju það er mikilvægt að gera það sem veitir okkur gleði og kallar fram jákvæðar tilfinningar. 

Í lokin tökum við stutta núvitundaræfingu. 


Tími 2
Í tíma tvö leggjum við megin áherslu á núvitund. Tökum stutta æfingu í byrjun og svo verður umfjöllun um hvað núvitund er og hvers vegna er hún gangleg. Einnig verður farið í hvernig við getum nýtt hana í daglegu lífi til þess að við getum notið augnablikanna enn betur. 

Í lokin tökum við svo stutta núvitundaræfingu.


Tími 3
Í tíma þrjú verður megináhersla lögð á styrkleika. Í upphafi tímans tökum við stutta núvitundaræfingu og förum svo í umfjöllun um styrkleika. Þar sem við skoðum hvað styrkleikar eru, hvaða styrkleika við viljum nota oftar eða með markvissari hætti. 

Í lokin tökum við svo stutta núvitundaræfingu. 


Tími 4
Í fjórða og síðasta tímanum verður megin áhersla lögð á tilfinningar. áður en umfjöllun tímans hefst tökum við stutta núvitundaræfingu. Skoðað verður hver áhrifin eru af því að upplifa jákvæðar tilfinningar og hvernig við getum eflt jákvæðar tilfinningar enn frekar. 

Í lokin tökum við svo stutta núvitundaræfingu. 

Tímasetning: 10.30-12.00
Verð: 15.990kr.

Skráning fer fram á sara@auroracoach.is eða dafna@dafna.is