Markþjálfun & ráðgjöf


Í einstaklingsráðgjöf notast Sara við aðferðir jákvæðrar sálfræði, markþjálfun og Trauma Resciliance model (TRM). Þær leiðir sem eru farnar í einstaklingsvinnu fer alveg eftir þörfum og löngunum einstaklingsins hverju sinni.
Markþjálfun og ráðgjöf í anda jákvæðrar sálfræði (positive psychology coaching) er vísindaleg nálgun þar sem notuð eru verkfæri úr markþjálfun og jákvæðri sálfræði til að hjálpa einstaklingum að auka vellíðan, efla og nýta styrkleika með markvissari hætti, auka frammistöðu og ná markmiðum sem eru honum mikilvæg.
Þar að auki notar Sara Trauma Resciliance Model (TRM) í bland við aðferðir jákvæðrar sálfræði til að hjálpa einstaklingum að komast í betri tengsl við líkama sinn og koma jafnvægi á líkama og huga til að losa um uppsafnaða streitu í líkamanum vegna mikils álags eða áfalla.  

Ráðgjöf og markþjálfun hjá mér fer nú mest megnis fram hjá Lausnin Fjölskyldu- og áfallamiðstöð sem er staðsett í Ármúla 40, ýtið hér til að bóka tíma hjá Söru í Ármúlanum.

Ef þið viljið koma í Vellíðanarsetrið í Urriðaholti þá má hafa samband með tölvupósti á sara@auroracoach.is