Styrkleikamiðað uppeldi
Styrkleikamiðað uppeldi snýst um að hvetja börn til þess að kanna nýjar aðstæður með styrkleikum sínum, sem þýðir að þau takast á við umhverfi sitt með jákvæðum eiginleikum sínum og nýta sér jákvæðar og uppbyggjandi aðferðir.
Dr. Lea Waters er upphafskona styrkleikamiðaðs uppeldis (strength based parenting). Hún hefur gert fjöldan allan af rannsóknum um efnið og haldið fjölmörg námskeið um það erlendis.