Nám og vellíðan barna


Síðan september 2019 hefur Sara haldið úti Facebook síðunni Nám og vellíðan barna. Mikilvægur hlekkur í því að börnunum okkar, og/eða nemendum okkar, líði vel er að okkur fullorðna fólkinu líði vel.
Ein af megináherslum Söru er að hjálpa og efla foreldra, umönnunaraðila, leik- og grunnskólakennara að hlúa að eigin vellíðan og hamingju. Vegna þess að með því að setja súrefnisgrímuna á okkur fyrst og hlúa að okkur sjálfum erum við betur í stakk búin að takast á við þær áskoranir sem fylgja hlutverkum uppalenda, umönnunaraðila og kennara.
 
Sara er með fyrirlesturinn Aukin hamingja og vellíðan sem hún hefur haldið í nokkrum leikskólum á Höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Frekari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna með því að ýta hér. Hægt er að bóka fyrirlestur fyrir þinn vinnustað eða foreldrafélagið ykkar á sara@auroracoach.is.
 
Einnig býður Sara upp á markþjálfun og ráðgjöf fyrir þessa hópa, frekari upplýsingar um það má finna með því að ýta hér.